blár ópal

haldið þið ekki að á tónleikum Caput á sunnudaginn var, hafi ég séð eldri konu draga gamaldags bláan ópalpakka upp úr tösku sinni og bjóða tveimur öðrum með sér!?

Ég átti erfitt með mig að fara ekki til hennar og sníkja.

Reyndar, annað hvort hefur hún hamstrað ópal eða þá hún er með pakkann fullan af einhvers konar allt öðru ópali og hefur gaman af að sjá undrunar- og öfundarsvip á ókunnugu fólki…

11 Responses to “blár ópal”


 1. 1 baun 2008-10-15 kl. 09:24

  góð sú gamla! hrikalega langar mig annars í bláan ópal, það var uppáhaldið mitt.

 2. 2 Svanfríður 2008-10-15 kl. 13:18

  Ég man enn eftir bragðinu..mmmmmmm

 3. 3 Harpa J 2008-10-15 kl. 13:37

  Var hann ekki eitraður eða eitthvað?

 4. 4 HT 2008-10-15 kl. 17:11

  Var ekki talað um að það væri Eter eða eittthvað svoleiðis í bláum Ópal?

 5. 5 ella 2008-10-15 kl. 20:36

  Jú, hann var víst baneitraður. – Enda bestur. Við erum sennilega öll steindauð.

 6. 6 hildigunnur 2008-10-15 kl. 21:01

  júbbs, var það ekki bara aðal bragðgefandi efnið?

 7. 7 parisardaman 2008-10-16 kl. 07:40

  MMMM, ég var líka blár ópal og gleymi því alltaf að svínin hafi tekið hann úr umferð. Eitraðri en sígarettur? Eða fokking súrir hlaupkallar?

 8. 8 Kristín 2008-10-16 kl. 08:00

  Ef ég ætti bláan Ópal myndi ég ekki gefa með mér.
  Þetta var ekkert eitur, það var bara ekki hægt að kaupa lengur eitthvað efni (bragðefni?) í bláan Ópal svo menn neyddust til að hætta framleiðslu.

 9. 9 hildigunnur 2008-10-16 kl. 08:09

  hmm, jú kannski. Það var verið að tala um eter en kannski komust þeir framhjá því, en gátu síðan ekki keypt bragðefnið. Hvort sem það var, muuuuu!

 10. 11 Elías Halldór 2008-10-16 kl. 11:43

  Það var reyndar efni sem er eitraðara en eter, eða klóróform.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.924 heimsóknir

dagatal

október 2008
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: