Sarpur fyrir 18. september, 2008

ég hef heyrt um súkkulaðihúðaðar

rúsínur og jógúrthúðaðar rúsínur en þetta er ný tegund af húðun á rúsínur. Tær snilld.

írsk pöntun

var að klára útsetningu á þessu írska þjóðlagi, án hljóðfæra reyndar, pöntun frá kór á Írlandi. Alltaf hrikalega skemmtilegt að fá pantanir frá útlöndum (ekki fengið margar hingað til, en það kemur þó fyrir – alltaf oftar og oftar).

er ekki alveg

voðalega skammarlegt að fara að sofa rétt rúmlega átta?

Ég er allavega alveg að farast úr syfju, svíður í augun og allt. Svefnsýki, einhver?

mikið held ég

að það hafi verið sniðugt að færa víólutíma sonarins frá fimmtudögum yfir á mánudaga. Nú nýtast helgarnar helmingi betur við æfingar en áður – og það er ekki síður vegna tregðulögmáls mömmunnar en barnsins.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

september 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa