Sarpur fyrir 15. september, 2008

óbjóðslega

þreytt eftir daginn, ekki veit ég hvað veldur. Jújú, langur dagur og allt (reyndar óvenju miklir snúningar í morgun) en ég ætti nú að vera vön þessu. Geispaði eins og ég væri að gleypa hvali í síðasta tímanum, grey nemandinn hélt vonandi ekki að hann væri svona leiðinlegur.

Og ég sem hef bara sofið ágætlega síðustu nætur og allt. Skiliddiggi.

Verst að ég er alls ekki búin, verð eiginlega að klára að undirbúa morgundaginn núna, fyrramálið áður en ég byrja að kenna í LHÍ fer í foreldrafund hjá bekknum hennar Freyju.

Byrjuðum annars á nýja verkinu mínu á kóræfingunni, gekk bara fínt. Líka stuttri kantötu eftir Ríkharð Örn Pálsson, jazzaðri og stórskemmtilegri. Gaman.

nýtt selló

jæja, kom að því að fröken Freyja þyrfti nýtt hljóðfæri. Vaxin upp úr sínu. Erum með eitt núna í láni, frá fyrrverandi nemanda í Hafnarfirði, spennandi að vita hvort líkar vel. Sá reyndar annað, í Tónastöðinni, talsvert dýrara en getur verið að það passi henni betur samt, heldur minna – og væntanlega þó nokkuð betra. Þorði ekki að taka það til prufu til að byrja með, það gæti orðið vonlaust að bakka, þegar hún prófaði.

Pínulítið freistandi samt að kaupa hljóðfæri sem mun endast henni lífið.


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

september 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa