Sarpur fyrir 13. september, 2008

hver í ósköpunum

getur fengið af sér að stela gleraugum frá litlum strák?

Finnur var að koma úr sundi, hafði skilið gleraugun eftir hjá handklæðinu sínu, þegar hann kemur upp úr eru hvorki handklæði né gleraugu á staðnum.

Pabbi hans fór með honum aftur að leita, ég vona að þetta sé bara hrekkur og einhver hafi bara flutt þetta til!

Uppfært. Ekki fundust gleraugun. Hringjum aftur í fyrramálið eftir að búið er að ganga frá eftir daginn.

gömlu hjónin

ein í kotinu, Fífa fór með nýju vinum sínum á Akranes, Freyja í bíó og Finnur í sund. (snilld að hann sé orðinn nógu vel syndur til að fara sjálfur eða með vinum sínum, þetta er í fyrsta skipti sem enginn okkar er með, þó hann hafi reyndar farið áður með Freyju).

Nota tímann til að ljúka við verkið fyrir kór og kontrabassa, nú er bara að vita hvort kórinn hefur tíma til að troða því inn á hausttónleikana. Ekkert ógurlega snúið, og slatti af endurtekningum. Sjáum til…

(já og svo þyrfti ég víst líka að æfa mig. Hmmm)


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

september 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa