í dag er verið að busa unglinginn, væntanlega eitthvað drulludæmi, reyndar hefur víst verið þannig að sætar busastelpur hafa stundum verið pikkaðar út af eldri nemendum og látnar glósa og þannig fyrir þá, ekki að vita nema mín bráðmyndarlega dama hafi lent í slíku. Þorði nú samt ekki annað en að fara í druslufötunum sínum.
Einhvern veginn hef ég ekki á tilfinningunni að meistari MH fari að þessu dæmi.
Góður!
,,Lenti á sjúkrahúsi“ var nú ansi mikið sagt (í kynningunni), ég sá nú ekki betur en unglingurinn hefði snúið sig á ökla eða eitthvað álíka. Annað eins gerist nú í venjulegum íþróttatímum.
Nei, ég held reyndar að hann hafi fótbrotnað, en á sjúkrahúsinu var hann nú ekki lengi samt. 🙂