Sarpur fyrir 9. september, 2008

stórskrítin

sagan bak við þýska verkið, um dódófugla sem eru menn á daginn – eða var það manneskjur sem eru dódófuglar á nóttunni, einn almennskan hljóðfæraleikara sem villist til dódólands, ástir og ævintýr og matarlyst. Hver og einn hljóðfæraleikari ræður síðan hvort sagan endar vel eða illa.

Mér finnst eiginlega að við ættum að flytja þetta hérna á tónleikum til að leyfa ykkur að heyra.

fjúkk

já, póstarnir mínir eru með spes titlum.

Leit út fyrir að ég myndi missa vinnuútsýnið mitt til Esjunnar, og þriðjudagsskokkið í leiðinni á tímabili, reyndar hefði ég þurft að þvælast milli stofa og hæða á öðru tímabili (verra) en allt leystist þetta í dag þegar samkennari minn ruslaði græjunum sem hann þurfti að nota inn í herbergið sem þær áttu að vera í í upphafi, höfðu verið settar í vitlaust herbergi og tæknimanni óx í augum að flytja.

Ruglingslegt? Jamm.

Hins vegar er varla hægt að tala um Esjuútsýni í dag, þoka.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

september 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa