ég er að reyna að finna strætó sem gengur beint frá Suzukiskólanum, niður Laugaveg og svo Hverfisgötu, eins og svona 60 prósent af öllum strætóum gerðu, hér fyrir nokkrum árum.
Neinei, núna ganga hins vegar að minnsta kosti 3 ef ekki 4 vagnar Laugaveginn – en beygja suður Snorrabraut, ekki einn einasti beint áfram. Ef Finnur vill taka vagn sem fer beint heim eftir víólutíma verður hann að fara annaðhvort yfir Borgartún eða Nóatún (engin gangbrautarljós). Hvorugt hugnast mér. Né heldur að skipta á Hlemmi.
Veit ekki hvað er með þá sem planleggja strætóleiðir. Auðvitað áttu ekki allir vagnarnir að halda áfram að fara sömu gömlu leiðina, en hvers vegna voru þeir þá allir látnir beygja og fara áfram allir sömu leið – bara aðra?
Nýlegar athugasemdir