Sarpur fyrir 5. september, 2008

eitt íslenskt

svona „notalwaysright“ moment í vinnunni hjá bóndanum í dag. Verst að þetta er ekki auðvelt að þýða, til að senda á brandarasíðuna.

wagamama

var að skoða uppskriftabókina frá veitingahúsinu Wagamama, Hallveig lánaði mér, mjög spennandi uppskriftir en það er ekki smá sem maður þarf að bæta í eldhússkápana. Dashi, Dashi no moto, Enokisveppir, gerjaðar svartbaunir, Nam pla (hmm, nei, það á ég), Galangal, Kamaboko-aka, Katsuo bushi, Konbu, Mirin, Miso og fleira. Tja, auðvitað ekki allt í allar uppskriftir, en ef við förum út í að elda eitthvað að ráði úr þessu sýnist mér verulegrar skipulagningar þörf í skápunum.

hassperur

já eða harðsperrurnar mættar á svæðið. Reyndar eiginlega bara í mjóbakinu. Eitthvað virðist ég hafa stífnað við að labba niður fjallshlíðina.

Og hver bað annars um þessa rigningu?


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

september 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa