Sarpur fyrir 4. september, 2008

kökur

annar tónsmíðanemandinn átti afmæli í dag og kom með köku og kók með í morgun. Svo eftir hádegi kom Freyja heim og vildi endilega fá að baka, fékk það náttúrlega.

Og ég sem er að reyna að byrja haustið á nýjum lífsstíl.

Varð hins vegar fegin þegar báðir einkanemendurnir mínir (sem ég kenni hér heima frekar en niðri í skóla) eru lausir við kattaofnæmi, steingleymdi að spyrja þau að því þegar ég boðaði þau hingað heim.

hundrað

Herra Finnur er ekki alveg alltaf til í að æfa sig. Yfirleitt þykir honum það hreint ekkert leiðinlegt þegar hann byrjar en oft talsverð togstreita að fá hann til verks. Vooooðalega þreyttur alltaf þegar minnst er á að æfa sig.

Sama uppi á teningnum í dag. Fékkst þó til að æfa sig, æfðum bút úr lagi sem hann er að fást við. Guttinn spilaði bútinn heilum hundrað sinnum, ekki málið. Fór auðvitað mjög fram í honum, ógurlega glaður og stoltur. Farinn svo til vinar síns með fína samvisku.

krækiber

eru örugglega sirka besta snakk í heimi. Ekki síst eftir að maður hefur svona mikið fyrir að sækja þau.

Mesta furða hvað maður er lítið stífur og stirður í dag, gæti náttúrlega komið með fullum þunga á morgun.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

september 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa