Sarpur fyrir 2. september, 2008

síminn minn

sem hringir afskaplega sjaldan valdi daginn sem ég byrja að kenna til að hringja stanslaust í dag, örugglega 8 símtöl sem ég gat ekki tekið. Undarlegt.

kennakenna

dagurinn verður þungur sýnist mér, kenna frá hálfellefu til fimm, skólasetning í suz klukkan fimm í Grensáskirkju (grmbl, nenni ekki að fara á bílnum niður í Listaháskóla), suz kennararnir fara á 101 hótel að borða eftir skólasetningu, sé til hvort ég næ því, hljómsveitaræfing hálfátta til tíu í kvöld (ágætt að hafa afsökun fyrir að fá sér ekki vínglas á 101, reyndar, við hjónin erum komin í sjálfskipað tveggja mánaða bindindi, ágætt að fara í smá afeitrun, gerum þetta alltaf af og til. Væntanlega verður reyndar gerð undantekning í Berlínarferðinni núna í lok sept).

alvara lífsins tekin við eftir – tja, reyndar hafa sumrin nú stundum verið rólegri.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

september 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa