Sarpur fyrir 1. september, 2008

og

heimasíðan mín er komin í loftið aftur eftir einhverja mánuði niðri. Þurfti bara eitt símtal og væntanlega var ekki mér að kenna að hún væri óvirk. Ussuss!

Varla að ég þori að uppfæra, reyndar, ef hún skyldi hrynja aftur við það. Full þörf á uppfærslu.

komið að því

kennslan byrjar á morgun. Listaháskólinn, fullur kennsludagur, enginn miskunn. Sendi krökkunum ekki póst um bækur fyrr en í dag, þannig að það er nú ekki víst að þau verði komin með þær á morgun.

Humm. Skólasetning í Suzuki klukkan fimm. Ég er að kenna til tíu mínútur fyrir fimm. Eins gott að Freyja hafi bróður sinn til, til að koma á setninguna. Eða kannski ég fari bara þangað reyndar, þau þurfa svo sem ekkert að fara og verða fegin að sleppa.

Verð Að Muna Að Hringja Og Breyta Tímanum Hennar Fífu Í Sjónþjálfun. Þetta ætti að redda því…


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

september 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa