friður og ró

matargestur okkar í kvöld (sem býr NB á friðsælum stað í Vogum á Vatnsleysuströnd) hafði á orði hvað stofan væri friðsæl, þrátt fyrir að búa í miðbænum er svo rólegt hér úti, meira að segja á föstudagskvöldi, að maður tók eftir fótataki fólks sem gekk framhjá.

Ef einhver heldur að læti séu galli á að búa hér má sá hinn sami hugsa sig tvisvar um.

6 Responses to “friður og ró”


 1. 1 ella 2008-08-30 kl. 11:07

  Ef ég heyri fótatak úti að nóttu til þá er langlíklegast að hestur hafi sloppið úr girðingu 🙂

 2. 2 hildigunnur 2008-08-31 kl. 00:47

  hehe, lítið um hesta hér í kring 😀

 3. 3 Kristín í París 2008-08-31 kl. 08:08

  Mér finnst þetta einmitt galli á Þingholtunum, eða fannst þegar ég bjó þar. Ekki eðlilegt hvað Íslendingar fara lítið út að ganga.

  Sjálf vafraði ég iðulega þarna um og skemmti mér við að gægjast inn til fólks (af götunni, ég fór ekki og lagði nef að rúðum nema örsjaldan og þá á daginn), ef eitthvað er vannýtt á þessu skítalandi (djók) er það stillan sem oft ríkir á kvöldin, þá er langbest að fara út í göngutúra.

 4. 4 hildigunnur 2008-08-31 kl. 09:31

  Já, það er yndislegt að vafra einn rúnt kannski svona rétt upp úr miðnætti. En ég kann reyndar mjög vel að meta kyrrðina í miðbænum.

 5. 5 Elías 2008-08-31 kl. 10:55

  Það var mjög algengt þegar ég var ungur og fram eftir níunda áratugnum. Eftir Kringluvæðinguna og bílavæðingu Reykjavíkur fór það að þykja eitthvað ófínt að láta sjá sig á almannafæri.

 6. 6 parisardaman 2008-08-31 kl. 18:41

  Um miðnætti er allt slökkt, alla vega á virkum dögum. Á veturna fannst mér best að fara um og upp úr átta, slapp kannski allt til tíu, þá sést örla á lífi í slatta af íbúðum. Það er eitthvað svo yndislegt að sjá fólk stússast við að ganga frá í eldhúsinu, sérstaklega þegar maður býr einn, eins og ég gerði á þessum tíma.
  Elías: Þú ættir nú bara að fara að láta stoppa þig upp, er það ekki?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.798 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: