haustgír

já, maður er hrokkinn í haustgírinn, í matreiðslunni allavega. Fórum í sveppamó #2 í dag, breyttum út af venjunni og höfðum ekki sveppapastað eftir fyrsta sveppatúrinn en það gekk hins vegar upp í dag. Frekar stolt af uppskriftinni þessarri.

Þessi kjúklingur settur á laugardaginn, svo förum við væntanlega til mömmu og pabba í lundaveislu, auðvitað eru síðan berjaskyr og blönduð ber með rjóma búin að vera étin hér með bestu lyst síðustu daga. Rifsberjahlaupið og rabarbarasultan, júneimitt. Fer að koma tími á sólberjasultu, sólberin hafa held ég aldrei verið svona mörg og stór og svört.

Spurning um að hætta bara að borða í september. Nóg étur maður þessa dagana…

Auglýsingar

10 Responses to “haustgír”


 1. 1 Jenný 2008-08-19 kl. 21:04

  Takk fyrir þessa girnilegu kjúklingauppskrift. Var algjörlega andlaus varðandi mat fyrir morgundaginn.
  Úff, haustið er svo frábært. Matarwise og öðruwise.

 2. 2 baun 2008-08-19 kl. 21:31

  mmm…sólber. þau eru æði.

  hvar er gott að tína sveppi?

 3. 3 hildigunnur 2008-08-19 kl. 22:22

  Jenný, verði ykkur að góðu 😀

  Baun, við förum alltaf upp að Hvaleyrarvatni, en það eru svosem ekki sérleg uppgrip þar í ár, bannsett lúpínan fer ekki vel með furusveppnum, hann virðist forðast hana. Fundum svolítið af lerkisveppum en lerkilundurinn er mjög lítill. Samt alveg hægt að ná í gott sveppapasta og smá til að frysta/þurrka.

 4. 4 Guðlaug Hestnes 2008-08-19 kl. 22:52

  Ég segi nú bara, ég vildi óska að mér yrði boðið í lunda. Mér er slétt sama um allt hitt! Matarkveðja til allra.

 5. 5 hildigunnur 2008-08-19 kl. 23:01

  Guðlaug, já ég hlakka til lundaveislu – hitt er samt allt ári gott. Ég gleymdi að telja upp lifur stroganoff, grilluð hjörtu og sólberjaböku frá Alsace, reyndar.

 6. 6 Finnbogi 2008-08-19 kl. 23:02

  Hvernig sultarðu sólberin? Ein og sér í jöfnum hlutföllum við sykur eða bætirðu einhverju fleiru út í?

  Ég veitti því athygli í upphafi mánaðarins að hluti af rifsberjarunnunum í garðinum hjá mér er í raun sólberjarunni.

 7. 7 hildigunnur 2008-08-19 kl. 23:20

  Nota uppskriftina frá Nönnu, minnir mig. Kíló af sólberjum, 750 ml vatn, 750 g sykur, 2 msk brandí sem má sleppa (ég sleppi), sólber og vatn sett í pott og hitað rólega að suðu. Látið malla í 20-25 mín. Sykur (og brandí) er sett út í, hrært þar til sykurinn er leystur upp og síðan soðið nokkuð rösklega í 15-20 mínútur í viðbót, eða þar til sultan er hæfilega þykk. Takið af hitanum og látið kólna. Sett í dauðhreinsaðar krukkur (ég læt yfirleitt duga að þvo á langa heita prógramminu í uppþvottavélinni minni, dugar nokk vel). Smjörpappír yfir krukku og síðan lokað.

 8. 8 Harpa J 2008-08-20 kl. 13:20

  Sólber og sveppir og góðar kjúklingauppskriftir – ekkert að því – en það er SUMAR, ég varð bara að taka það fram.

 9. 9 hildigunnur 2008-08-20 kl. 18:00

  Sumar, já, það er sko þokkalega sumar ennþá!


 1. 1 Namm « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2008-08-19 kl. 22:09

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 370.297 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: