laugardagurinn

vaknað hálfmygluð í tjaldinu en þó í talsvert betra skapi en um nóttina miðja, upp í bústað að borða flatkökur með hangikjöti og osti (þó ekki hvorutveggja í einu), síðan stímdum við nokkur í sund á Höfn. Rákumst þar á Jesústrætó, einhverja trúboðsrútu sem keyrir víst um landið að leita að týndum sálum. Mynd síðar. Hávaðinn í fyrirbærinu, auðvitað var jesúpoppið í botni líka, vesalings fólkið sem vinnur í búðakjarnanum þarna að þurfa að þola þetta, okkur fannst erfitt að fara framhjá, hvað þá meira.

Sundlaugin frekar hrörleg, en það er víst ný í byggingu, verður voða fínt á næsta ári.

Keyrt uppeftir aftur, hlökkuðum til að fá boðaða kökuveislu (pössuðum okkur að borða ekkert eftir sundið), en þegar við vorum nærri komin upp að Litlu Grund, mættum við hluta hópsins, það voru víst allir á leiðinni í göngutúr upp í Hvanngil, sem er stutt frá bústaðnum. Við snerum að sjálfsögðu af leið og fórum með.

Litadýrðin þarna í gilinu! Lengi framan af, og reyndar líka innst, er nær enginn gróður, bara mismunandi steinar og grjót og möl og sandur í öllum mögulegum litum. Magnað. Það er ekki sérlega hátt undir bílinn okkar, þannig að við keyrðum ekki neitt að ráði inn í gilið, þannig að göngutúrinn var slatti, reyndar kom Þorbjörn og sótti okkur og keyrði smáspöl á sínum fjallabíl (Jón Lárus neitaði reyndar fari og skokkaði spölinn).

Flatt grjót í hlíð:
flatt grjót

Litir:
litir

Grátt:
grár klettur

Litagleði náttúrunnar:
litagleði

Svolítið inn í gilið birtist allt í einu lækur. Lítið í honum á þessum árstíma, stundum nær hann alla leið út gilið en þarna hvarf hann bara allt í einu niður í grjótið og sást ekki meir.

lækur

smá hylur hér:
hylur

Svo var klifrað:
rdj klifrar

og vaðið:
vaðið

Heim aftur, þangað fengu flestir far:
bannað?

Við Jón Lárus, Finnur, Freyja og Ragnheiður Dóra (sjálfsagt hinir líka) vorum orðin vel svöng, kökum voru gerð góð skil – þrátt fyrir það var nóg eftir, það er ekkert skafið utan af nestinu í þessum fjölskyldum, sko.

Síðan veislan um kvöldið. Hrátt hangikjöt og melónur ásamt andabringum í forrétt. Niðurgrafin heil 6 lambalæri, þrenns konar salat, freyðivín, rauðvín, hvítvín, bjór, gos, til stóð að hafa grillaða banana en þegar til tók var enginn svangur lengur.

Fleiri myndir annars hérna fyrir áhugasama.

Hluti tjaldbúðanna:
tjaldbúðir i dimmu

Svefn hljómaði vel, þar sem fullt var af börnum þarna var ekkert farið seint að sofa.

Auglýsingar

12 Responses to “laugardagurinn”


 1. 1 Vælan 2008-08-12 kl. 11:38

  þú mátt nú ekki gleyma öllu stórfenglega brauðinu sem hún systir þín stóð yfir allan kvöldmatartímann að grilla 😉

 2. 2 Vælan 2008-08-12 kl. 11:42

  já og bökuðu kartöflunum! hehe

 3. 3 hildigunnur 2008-08-12 kl. 12:41

  jámar! Brauðið var æði, Magnús og Hallveig stóðu fyrir því 😀

 4. 4 Þorbjörn 2008-08-12 kl. 21:01

  Skilaboð til lögreglunnar: Bíllinn var aldrei keyrður með börnin aftur í skotti!

 5. 5 hildigunnur 2008-08-12 kl. 21:08

  Keyrður? Neinei, þær bara hlömmuðu sér þarna á meðan þær biðu!

 6. 6 Bjöggi 2008-08-12 kl. 21:59

  Ekkert má nú þessa síðustu og verstu tíma, ég man í gamla daga þegar ég fór í ferðalag sem barn, mamma, pabbi, amma, afi, systir, bróðir og frændi minn öll í litlum subaru á alla leið norður í Fnjóskadal hehe.

 7. 7 Bjöggi 2008-08-12 kl. 22:00

  Smá viðbót. Pabbi keyrði, afi sat í farþegasætinu og ég á milli þeirra og restin í aftursætinu. Skottið var svo fullt af farangri.

 8. 8 hildigunnur 2008-08-12 kl. 22:07

  jámm, við sátum sko aftur í skotti, vorum fjögur systkinin og áttum ekki strumpastrætó. Bílbelti, var það eitthvað ofan á brauð?

 9. 9 Jón Lárus 2008-08-12 kl. 22:09

  Púff, eins gott að Herdís Storgaard sjái ekki þessa mynd…

 10. 10 Bjöggi 2008-08-12 kl. 22:20

  Já, bílbelti, hvað er það 🙂 Á meðan ég var ekki orðinn of stór þá stóð ég klofvega yfir bitann í gólfinu og hélt í sitthvort framsætið. Hefði sjálfsagt flogið á framrúðuna og út ef kallinn hefði keyrt á eitthvað.

 11. 11 ella 2008-08-14 kl. 12:25

  Grjótið þarna er alveg magnað, ég hef farið þarna tvisvar og verið alveg heilluð.


 1. 1 Litagleði í Lóni « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2008-08-13 kl. 23:02

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 370.297 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: