alveg að

farast úr syfju hérna, enda vaknaði ég klukkan fimm og gat ekki sofnað aftur. Ellin ber að dyrum. (Tja, reyndar sofnaði ég klukkan sjö eða svo og fékk að sofa svolítið áfram. Samt syfjuð).

Hjólaði í jarðarför í dag, ég er ekki viss um að ég hafi áður hjólað í pilsi. Fannst hálf asnalegt að vera í pilsi á fjallahjóli, eiginlega hefði ég þurft að vera á dönsku konuhjóli með körfu að framan. Þetta gekk nú samt allt saman.

Veit ekki hvort það var Ésú endurborinn, en kettlingsræfill var alltaf að koma inn í kirkjuna, kirkjuvörðurinn og útfararstjórinn skiptust á að bera hann út. Gáfust á endanum upp en lokuðu dyrum inn í kirkjuskipið þannig að hann truflaði ekki sjálfa útförina. Þegar ég kom síðan út lá kisi á miðju bílaplani og sólaði sig. Spes.

8 Responses to “alveg að”


 1. 1 baun 2008-08-5 kl. 21:19

  eftir að hafa átt fjallahjól í mörg ár eignaðist ég svona danskt hjól og það er hreint yndislegt. get verið í pilsi og svo finnst mér líka svo miklu betra að vera upprétt en í keng þegar ég hjóla (skilst að ég sé mun virðulegri líka;)

 2. 2 hildigunnur 2008-08-5 kl. 21:29

  Ekki ég, reyndar, ég stilli sætið á hjólinu eins hátt og það kemst og halla mér fram og fer hratt, það er nebbla svo gaman 😀

 3. 3 Þorbjörn 2008-08-5 kl. 21:35

  Ég vakna eldsnemma alla morgna núna og varla er það ellin sem er búin að ná mér…
  Nei, það er reyndar bara eitthvað annað.

 4. 4 ella 2008-08-5 kl. 22:33

  Leyfið börnunum (kettlingunum) að koma……..

 5. 5 Svanfríður 2008-08-5 kl. 22:38

  sæskrímsli á ströndum USA, mjálmandi Jesú í RVK-hvað veit maður?

 6. 6 Guðlaug Hestnes 2008-08-5 kl. 23:04

  Soso elskurnar, þetta er kirkjurækinn kisi! Kær kveðja í bæinn.

 7. 7 frujohanna 2008-08-6 kl. 18:22

  Ójá, danskt konuhjól með körfu… og pilshlíf á afturhjólinu! Það er líka minn draumur sem rætist ekki nema ég verði svo heppin að hallærislega fjallahjólinu mínu verði stolið:)

 8. 8 hildigunnur 2008-08-6 kl. 19:35

  frujohanna, hehe, á maður þá að óska þess að því verði stolið frá þér? 😮


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: