tillögum hvert við eigum að hjóla í dag. (já, eða næstu daga). Erum búin að taka miðbæinn og vesturbæinn nokkuð vel út, ásamt hluta af 105 (Túnin, Laugardal, Norðurmýri, Háteigsveg, það allt).
Eigum hjólagrind á bílinn, þannig að uppástungur mega vel vera eitthvað svolítið í burtu frá miðborginni.
Endilega bendið okkur á ef þið vitið af skemmtilegum stígum og svæðum.
Fín leið upp Fossvogsdal, Elliðaárdal og í sund í Árbæjarlaug, eða í kaffi hjá mér, til að safna kröftum fyrir heimferðina sem er næstum öll niður brekkur.
Já, við fórum þetta um daginn, mínus sundið/kaffið, það er snilld, en ég var eiginlega frekar að leita að skemmtilegum stígum um hverfi en heiman frá mér og uppeftir, þá hef ég ekki orku í að skoða hverfin almennilega, fókusera frekar á ferðina þangað og heim aftur.
Alveg til í kaffi hjá þér samt, skoh 😀
Já, stelpunum okkar þætti það nú ekkert leiðinlegt heldur…
hehe, nei, ég myndi væntanlega fá Freyju til að koma með, annars nennir hún ekkert með okkur, venjulega.
Komumst ekki þarna í kvöld að hlusta, því miður 😦