hjólatúr hingað til í sumar, völdum þokkalega daginn til þess. Öskjuhlíðin, Fossvogsdalur, framhjá Víkingssvæðinu, undir Breiðholtsbraut, fundum þvílíkan snilldarstað, ég held ég færi þangað frekar en í Nauthólsvík – þar hefur væntanlega verið troðið í dag:
Áfram, upp í Fornalund, skoðuðum þar hellur og ákváðum nokkurn veginn hvernig lögnin hér bak við verður.
Heim, ekki sérlega leiðinlegt að hjóla niður Ártúnsbrekkuna, Sæbrautarmegin til baka. Túrinn samt slatti langur, finn fyrir fótunum ennþá.
Síðan þá, tja, garðurinn, ótrúlega heitt eins og Reykvíkingar og reyndar flestir aðrir landsmenn hafa væntanlega tekið eftir. Það besta við garðinn hérna er að það er svo auðvelt að komast í forsælu þegar verður of heitt á pallinum, eins og í dag.
Út í garð aftur núna, ennþá 18 stiga hiti á mælinum. Þvílík snilld.
Snilldar hjólatúr. Líka gaman að vaða í Elliðaánum. Hef ekki gert það áður.
Jamm. Spurning um að taka með sandalana næst?
Fornilundur er í gróðurvin sem er það eina sem eftir er af bóndabænum Hvammi, en þar ólst mamma mín upp. Afi gróðursetti trén þarna og var garðyrkjubóndi, þetta var langt uppi í sveit þegar ég var að alast upp. Afi var einn af þeim allra fyrstu hér á landi til að rækta tómata og gúrkur, en ég gekk í hús þegar ég var lítil og reyndi að selja þetta undarlega grænmeti sem margir fussuðu yfir.