Sarpur fyrir 30. júlí, 2008

lengsti

hjólatúr hingað til í sumar, völdum þokkalega daginn til þess. Öskjuhlíðin, Fossvogsdalur, framhjá Víkingssvæðinu, undir Breiðholtsbraut, fundum þvílíkan snilldarstað, ég held ég færi þangað frekar en í Nauthólsvík – þar hefur væntanlega verið troðið í dag:

Áfram, upp í Fornalund, skoðuðum þar hellur og ákváðum nokkurn veginn hvernig lögnin hér bak við verður.

Heim, ekki sérlega leiðinlegt að hjóla niður Ártúnsbrekkuna, Sæbrautarmegin til baka. Túrinn samt slatti langur, finn fyrir fótunum ennþá.

Síðan þá, tja, garðurinn, ótrúlega heitt eins og Reykvíkingar og reyndar flestir aðrir landsmenn hafa væntanlega tekið eftir. Það besta við garðinn hérna er að það er svo auðvelt að komast í forsælu þegar verður of heitt á pallinum, eins og í dag.

Út í garð aftur núna, ennþá 18 stiga hiti á mælinum. Þvílík snilld.


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa