Björn Stefán Lárusson in memoriam

Í dag lést föðurbróðir Jóns Lárusar, á hjartadeild Landspítalans.

Bjössi frændi, eins og hann var alltaf kallaður, var sá fyrsti úr tengdafjölskyldu minni sem ég hitti. Hann bjó í íbúð tengdaforeldra minna (prestshjóna austur í Odda) á Skúlagötu í Reykjavík, þar bjó svo Jón Lárus líka á meðan hann var í menntaskóla og síðar háskóla.

Bjössi tók fyrst eftir okkar sambandi með því að allt í einu var farin að heyrast klassísk tónlist innan úr herbergi Jóns, nokkuð sem ekki hafði farið mikið fyrir. Ekki leist honum nú illa á það, enda hafði hann takmarkaðan áhuga og álit á nýmóðins tónlist, svo sem jazzi, rokki, poppi eða þaðan af nýrri stefnum. Gott að einhver ætlaði að ala strákinn upp á almennilegri músík, fannst honum.

Björn var ótrúlega víðlesinn og fróður maður, einnig skarpgreindur og það var afskaplega skemmtilegt að tala við hann. Nokkrum árum yngri hefði hann væntanlega brillerað í spurningakeppnum ýmiss konar, enda sóttist fólk eftir að fá að vera með honum í liði í spurningaspilum. Oftar en ekki hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, fylginn sér í pólitískum umræðum, ekki vorum við alltaf samstíga þar, en hann hlustaði ávallt á annarra rök, og tók mark á þeim, þó þau mögulega samrýmdust ekki hans skoðunum.

Fyrir utan einlægan tónlistaráhuga og gleði hafði hann mikið yndi af málaralist, stundaði söfn hér á landi og fór í margar utanlandsferðir til að skoða spennandi myndlistarsýningar. Víðförull var hann einnig, fór bæði langt í vestur og austur.

Björn var heilsulítill mestallt sitt líf, fékk flogaveiki ungur að árum. Hann kvæntist aldrei og eignaðist engin börn. Vann í Slippfélaginu meðan honum entist heilsa.

Ég votta Stefáni tengdaföður mínum, eina eftirlifandi bróðurnum, samúð mína, svo og öllum öðrum aðstandendum. Læknar og hjúkrunarfólk hjartadeildar og gjörgæslu Landspítalans eiga skilið bestu þakkir fyrir góða aðhlynningu og virðingu.

Bjössa frænda verður sárt saknað.

8 Responses to “Björn Stefán Lárusson in memoriam”


 1. 1 ella 2008-07-30 kl. 03:27

  Alltaf gott að eiga góðar minningar. Samúðarkveðja.

 2. 2 Svanfríður 2008-07-30 kl. 03:34

  Ég samhryggist ykkur. Svanfríður

 3. 3 Harpa J 2008-07-30 kl. 09:52

  Innilegar samúðarkveður til ykkar allra.

 4. 4 Jenný 2008-07-30 kl. 09:55

  Innilegar samúðarkveðjur.

 5. 5 Imba 2008-07-30 kl. 10:55

  Fallega skrifað.

 6. 6 frujohanna 2008-07-30 kl. 16:37

  Innilegar samúðarkveðjur. Þetta er svo fallegt og lifandi sem þú skrifar.

 7. 7 hildigunnur 2008-07-30 kl. 20:19

  Takk, allar.


 1. 1 Föðurbróðir minn « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2008-07-29 kl. 23:45

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: