uppistand

fórum á æfingauppistand Snorra Hergils á Organ í kvöld. Bara hellings gaman að því, allt á ensku, enda verið að æfa sig fyrir Edinborg.

Hló samt held ég mest að hálfvitakonunni (erkitýpu heimsk ljóska, sveimérþá), ekki nóg með að hún væri með default Nokia lagið á símanum, leyfði honum að hringja í minnst mínútu og SVARAÐI síðan: „Hæ, já, skoh, jújú, allt ágætt, ég er sko hér á sjói (lítur í kring um sig), hvað heitir þessi staður aftur?“ Fattaði síðan alla opinmynntu í kring um sig og sagðist víst ekki geta talað lengur. Afsakaði sig við skemmtarann og fékk frosty: „Thank you“ á móti.

Vona Snorra gangi vel í Edinborg, á það vel inni. Mæli með sjóinu þegar hann kemur aftur.

2 Responses to “uppistand”


  1. 1 Svanfríður 2008-07-29 kl. 04:50

    Ég þoli ekki þegar fólk getur ekki slökkt á gemsanum sínum. Hvað er málið með það?

  2. 2 hildigunnur 2008-07-29 kl. 15:14

    Segi það nú. Sérstaklega vegna þess að þetta var ekki fyrsti síminn sem hringdi á þessum viðburði – fyrri eigandinn var bara fljótari að slökkva.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.341 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: