risahvönnin

Ekki man ég nákvæmlega hvenær, en fyrir örfáum árum kom upp umræða um risahvönn, að hún geti verið skaðleg. Upp risu sjálfskipaðir röflarar, í blöðum og á bloggi, vælandi um að allt þyki nú hættulegt og hvaða vitleysa og leyfið þessum flottu plöntum að vera til, og svo framvegis.

Hvernig líður þeim nú, þegar barn liggur í einangrun, þakið annars stigs brunasárum?

sjá hér

Vonandi batnar drengnum fljótt og vel. Og burt með risahvannirnar úr Hljómskálagarðinum, takk.

10 Responses to “risahvönnin”


 1. 1 Fríða 2008-07-28 kl. 10:27

  Dóttir mín lenti í því í unglingavinnunni fyrir nokkrum dögum að vera sett í að setja svona í poka, ekki mikið, en hún var með ljótt brunasár á handleggnum lengi eftir það, því hún var jú úti í sól þegar þetta var. Ég ætla allavega rétt að vona að það hafi komist til skila til verkstjóra unglingavinnunnar að krakkarnir eigi ekki að koma nálægt þessu. Ég treysti reyndar þessum verkstjórum ekki þótt ég hafi bent yfirmönnum þeirra á þetta, heldur brýni fyrir mínum börnum að varast þetta.

 2. 2 Fríða 2008-07-28 kl. 10:28

  Nei, það átti að standa nokkrum árum, ekki nokkrum dögum 🙂

 3. 3 Svanfríður 2008-07-28 kl. 14:21

  Ekki hafði ég hugmynd um að hvönnin gæti verið svona hættuleg.Þetta eru ljótar myndir af strákgreyinu.

 4. 4 Fríða 2008-07-28 kl. 16:16

  Það er í rauninni villandi að kalla þetta hvönn, bjarnarkló væri betra nafn á þetta, bein þýðing úr dönsku, bjørneklo. Dóttir mín er að sýna mér örin, hún brenndi sig á þessu fyrir 6 árum síðan og er ennþá með mjög greinileg ör, bæði hvít og brún. Og var það ekki stórt svæði sem þetta kom við samt, því hún var í hönskum, en í stuttermabol þannig að þetta hafði komið við framhandlegginn á henni.

 5. 5 Jenný 2008-07-28 kl. 16:23

  Á ekki að stofna samtök um Bjarnarklóna? Þrýstihóp? Grasrótarsamtök?
  Arg.

 6. 6 hildigunnur 2008-07-28 kl. 16:29

  Ég fletti risahvönn upp á gúgli og ein leitin sýndi gaur sem sagði eitthvað á þá leið: Sko, það var verið að ljúga að mér að hún væri eitruð, ég tók sko bita og er ekkert dauður…

  Fríða, akkúrat, þetta er ekkert sniðugt.

  Svanfríður, það er svo náttúrlega allt í fína lagi með ætihvönn, hana má bæði snerta og borða.

 7. 7 hildigunnur 2008-07-28 kl. 16:29

  Jenný, hmm, hvannarótarsamtök, kannski 😛

 8. 8 Svanfríður 2008-07-28 kl. 19:27

  Já með ætihvönnina vissi ég en ekki þessa risahvönn.

 9. 9 Elías 2008-07-31 kl. 18:27

  Sellerí er „eitrað“ á sama hátt.

 10. 10 hildigunnur 2008-08-1 kl. 09:27

  Elías, það vissi ég ekki 😮


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.341 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: