Sarpur fyrir 28. júlí, 2008

uppistand

fórum á æfingauppistand Snorra Hergils á Organ í kvöld. Bara hellings gaman að því, allt á ensku, enda verið að æfa sig fyrir Edinborg.

Hló samt held ég mest að hálfvitakonunni (erkitýpu heimsk ljóska, sveimérþá), ekki nóg með að hún væri með default Nokia lagið á símanum, leyfði honum að hringja í minnst mínútu og SVARAÐI síðan: „Hæ, já, skoh, jújú, allt ágætt, ég er sko hér á sjói (lítur í kring um sig), hvað heitir þessi staður aftur?“ Fattaði síðan alla opinmynntu í kring um sig og sagðist víst ekki geta talað lengur. Afsakaði sig við skemmtarann og fékk frosty: „Thank you“ á móti.

Vona Snorra gangi vel í Edinborg, á það vel inni. Mæli með sjóinu þegar hann kemur aftur.

Nanna

ansi hreint góð í þessari færslu.

risahvönnin

Ekki man ég nákvæmlega hvenær, en fyrir örfáum árum kom upp umræða um risahvönn, að hún geti verið skaðleg. Upp risu sjálfskipaðir röflarar, í blöðum og á bloggi, vælandi um að allt þyki nú hættulegt og hvaða vitleysa og leyfið þessum flottu plöntum að vera til, og svo framvegis.

Hvernig líður þeim nú, þegar barn liggur í einangrun, þakið annars stigs brunasárum?

sjá hér

Vonandi batnar drengnum fljótt og vel. Og burt með risahvannirnar úr Hljómskálagarðinum, takk.

frekar flott…

þétting


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa