grillhint

Skiptum um hest í miðri á áðan, ætluðum að kaupa kjúklingabringur fyrir mexíkóskan rétt en í búðinni langaði okkur allt í einu í grill.

Galdurinn við góðan grillmat (kaupi maður ekki úr kjötborði og geymi sjálfur lengi) er að kaupa kjöt á eða sem næst síðasta söludegi. Nokkuð viss með að fá gríðarlega meyrt kjöt. Keyptum formarinerað lamb, (ekki rautt, samt) í Nóatúni áðan, rann út í dag, meyrara og betra kjöt hef ég ekki fengið lengi. Ekkert of salt heldur, hvítlauks- og rósmarínlögur Nóatúns er nefnilega bara fínn, öfugt við hið endalausa ofsalta og yfirpaprikulegna kjöt sem maður fær oft.

Mæli með þessu.

3 Responses to “grillhint”


 1. 1 Brynja túba 2008-07-27 kl. 21:35

  Já, sammála með kjötið, láta það bíða. Eins ef maður er að taka kjöt úr frystinum, gera það nokkrum dögum áður en á að elda það og geyma það – leyfa kjötinu að brotna niður og þá verður það ótrúlega mjúkt og gott:)

 2. 2 Jenný 2008-07-27 kl. 22:19

  Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þetta með næstsíðasta söludag á kjöti vissi ég ekki.
  Það verður gert næst.

 3. 3 hildigunnur 2008-07-28 kl. 00:27

  😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: