Skiptum um hest í miðri á áðan, ætluðum að kaupa kjúklingabringur fyrir mexíkóskan rétt en í búðinni langaði okkur allt í einu í grill.
Galdurinn við góðan grillmat (kaupi maður ekki úr kjötborði og geymi sjálfur lengi) er að kaupa kjöt á eða sem næst síðasta söludegi. Nokkuð viss með að fá gríðarlega meyrt kjöt. Keyptum formarinerað lamb, (ekki rautt, samt) í Nóatúni áðan, rann út í dag, meyrara og betra kjöt hef ég ekki fengið lengi. Ekkert of salt heldur, hvítlauks- og rósmarínlögur Nóatúns er nefnilega bara fínn, öfugt við hið endalausa ofsalta og yfirpaprikulegna kjöt sem maður fær oft.
Mæli með þessu.
Já, sammála með kjötið, láta það bíða. Eins ef maður er að taka kjöt úr frystinum, gera það nokkrum dögum áður en á að elda það og geyma það – leyfa kjötinu að brotna niður og þá verður það ótrúlega mjúkt og gott:)
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Þetta með næstsíðasta söludag á kjöti vissi ég ekki.
Það verður gert næst.
😀