Sarpur fyrir 27. júlí, 2008

grillhint

Skiptum um hest í miðri á áðan, ætluðum að kaupa kjúklingabringur fyrir mexíkóskan rétt en í búðinni langaði okkur allt í einu í grill.

Galdurinn við góðan grillmat (kaupi maður ekki úr kjötborði og geymi sjálfur lengi) er að kaupa kjöt á eða sem næst síðasta söludegi. Nokkuð viss með að fá gríðarlega meyrt kjöt. Keyptum formarinerað lamb, (ekki rautt, samt) í Nóatúni áðan, rann út í dag, meyrara og betra kjöt hef ég ekki fengið lengi. Ekkert of salt heldur, hvítlauks- og rósmarínlögur Nóatúns er nefnilega bara fínn, öfugt við hið endalausa ofsalta og yfirpaprikulegna kjöt sem maður fær oft.

Mæli með þessu.

einn kafli

birti hér að gamni einn kaflann af tíu úr fiðludúettunum mínum, Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer spila kafla 9, Allegretto e ritmico. Ég er bara komin með fimm af þeim í hendurnar, hina fimm á eftir að klippa til, hlakka til að fá seinni helminginn.

audacity

er eiginlega bara frekar flott forrit. Frítt á netinu, semsagt freeware, mér sýnist ég eiga eftir að geta notað það helling. Jei.


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa