Sarpur fyrir 23. júlí, 2008

æslandekspress

flaug með þeim út og heim, svo sem ágætis þjónusta, en mikið hrikalega var þröngt í vélinni á leiðinni heim. Var þakklát fyrir að hafa hitt Magga og Hrafnhildi, sem vöruðu mig við – þannig að ég passaði mig að vera búin að fara og pissa áður en ég fór út í vél. Ágætt, þar sem ég hefði eiginlega ekki kunnað við að troðast fram hjá dönsku eldri frúnum tveimur sem sátu fyrir utan mig.

Og fínt að vera ekki langleggjaður, ég rak hnén í sætið fyrir framan, þrátt fyrir að vera ekki sérlega hávaxin.

En flugfreyjurnar voru indælar og hjálpsamar og flugstjórinn óvenju fyndinn og lifandi í tilkynningum sínum (møgvejr i Keflavik i dag). Ekki þeim að kenna hvað sætunum í leiguvélinni var þétt pakkað.

hei já

svo fékk ég meira að segja pöntun þarna í útlandinu, ekki útlenska, reyndar, heldur að hún Hrafnhildur Blomsterberg (sem er með Kór Flensborgarskóla) var þarna og vill fá nýtt stykki fyrir kórinn. Þarf að fara að kíkja á ljóð, bæði fyrir það og fyrir verkið fyrir Hljómeyki og hann Kristján Orra, sem ég þarf líka að fara að kíkja á. Hmm, já og svo þetta fyrir Írana. Greinilega nóg að gera ennþá.

aaaahhh

gott að vera komin heim, og nú er ég sko ekki að fara nokkurn skapaðan hlut, takk, allavega ekki langt, ekki lengi og ekki án fjölskyldunnar.

H&M kaupin heppnuðust mjög vel, fötin smellpassa á liðið. Og ég sem keypti meira að segja buxur…


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa