Sarpur fyrir 22. júlí, 2008

södd,

södd, gersamlega að springa, fyrsti almennilegi maturinn sem ég fæ hér í Kaupmannahöfn. Svo sem algerlega við sjálfa mig að sakast, en það er bara ekkert skemmtilegt að fara aleinn út að borða. Skyndifæði og brauð á hóteli búið að vera aðalmaturinn, pylsur og skinkuhorn og all-time-low, makkdónalds á lestarstöðinni. Úff.

Í kvöld hinsvegar, þegar seinni tónleikum dagsins lauk fór ég til hennar elsku Irme minnar, hún bauð fyrst upp á kaffi (tja, rósavínsglas, drekk ekki kaffi) á ógurlega sætu kaffihúsi og svo í þvílíkan veislumat heima hjá sér. Ég gaf henni disk með nokkrum verkum mínum, hún er eiginlega í áskrift, ég kem alltaf með nýjar upptökur þegar ég kem til hennar.

Skoðuðum myndir af börnum og barnabörnum og rifjuðum upp þegar hún kom til Íslands og söng með í Hljómeyki eitt sumarið í Skálholti, þá var Freyja nýfædd, ég sá nokkrar myndir sem ég hef aldrei séð, frá þeim tíma.

Ógurlega gaman.

Núna, hinsvegar, er ég að hugsa um að fara að sofa. Síðustu tvö kvöld hefur verið svo líflegt og skemmtilegt á ircinu að ég hef ekki farið að sofa fyrr en allt of seint, maður horfir á tímana og hugsar: Kva, ekkert mál, klukkan er bara hálftólf, hins vegar er tölvuklukkan enn á íslenskum tíma…

sein í strætó

ég held ég hafi aldrei áður farið í ferð þar sem ég missti jafn oft af strætó. Hef ekki tölu á skiptunum sem ég hef séð strætó renna af stað, mínútunni á undan mér. Súrt.

(Gæti reyndar haft eitthvað smá með það að gera að klukkan á símanum mínum var 3 mínútum of sein. Þó ekki allt, þar sem ég var ekkert mikið að fara eftir því hvenær strætó ætti að fara – hef venjulega ekkert kíkt eftir því).


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa