Sarpur fyrir 21. júlí, 2008

Seinni hluti dags

var ekki mikið síðri, fyrirlestur hjá Jean Sturm sem er með Musica kórnótnafyrirbærið, þá aftur á sölubásasvæðið að tala við fólk og mynda kontakta. Rjúka heim á hótel, langa ekkert í brauð og álegg, hafa ekki tíma fyrir almennilegan mat, makkdónalds á lestarstöðinni (bjakk) hendast og pakka restinni af bæklingunum í bakpokann, taka lestina á konsert Hamrahlíðarkórsins. Náðist. Fyrst samt tónleikar hjá brasilískri grúppu, fínt bara, sérstaklega black heritage parturinn hjá þeim, samt óþarflega mikið show, stundum finnst mér vera gert svo mikið úr umgerð tónlistarinnar að hún týnist algerlega sjálf. Og þá er eiginlega verra af stað farið en heima setið.

Mikið hrifin af Vikivakanum hans Atla Heimis – þar er reyndar show en maður sér ástæðuna – og það virkar. Enda var það eina trikkið (fyrir utan kinkakollin í Raupsaldri Þorkels – sem heitir annars Þhorkell í prógramminu, fyrsta skipti sem ég sé þá útgáfu af nafninu).

Allt flott, Scissors vex með hverri hlustun og Haukur er æði.

Eftir tónleika dreifði ég bæklingum og fengu talsvert færri en vildu. Lét slatta fólks fá kort og loforð um að kynningarefnið myndi koma á vefinn. Nú hverfur sól í haf, eftir Þorkel, fékk langflestar beiðnir um að fá sent, sýnist það munu slá í gegn. Enda gríðarfallegt lag.

Eftir tónleikana fórum við Hafdís ásamt finnska kórstjóranum Ritu Varonen áleiðis í bæinn, fengum okkur smá að borða og rauðvínsglas ásamt löngu spjalli. Rita lofaði að dreifa íslenska efninu eftir megni, hlakka til að heyra hvað kemur út úr því.

Leigubíll heim á hótel. Spurning um svefn?

snilldarfyrirlestur

fór eftir morgunsöng undir stjórn Þorgerðar og kórsins á fyrirlestur Erics Whitacre í morgun. Skemmst frá því að segja að maðurinn er snillingur. Á svo sem eftir að hlusta almennilega á músíkina hans, en pælingarnar eru mjög fínar og svo er hann líka ótrúlega skemmtilegur. Fílósófían mjög lík minni, reyndar, þó músíkin sé alls ólík.

Á þvílíkt eftir að kynna mér músíkina betur, við sungum búta úr nokkrum verkum. Eitthvað er nú verið að flytja hér, sé til hvort ég næ að heyra. Hver veit nema við verðum með einhvern Whitacre á komandi tónleikum?


bland í poka

teljari

  • 373.341 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa