Sarpur fyrir 20. júlí, 2008

sveimérþá

mér sýnist ég ekki þurfa að trufla Finnana með neinum bunkum, nú er svo lítið eftir af bæklingum að ég sé fram á að klára þá alveg á morgun. Fólk reif þetta í sig á tónleikunum í kvöld.

Nýja verkið hans Þorkels er mjög skemmtilegt. Hlakka til að heyra það aftur. Kórinn flottur að vanda. Aðrir tónleikar á morgun, þá eru líka tveir fyrirlestrar sem ég ætla að sækja.

Ekki byrjaði dagurinn

nú vel.

Hringt í mig klukkan rétt fyrir sex í morgun. Your wake-up call!

Ég: Uhh, Ahh, Hmm???

Lagt á.

Og ég sem gat ekki einu sinni stunið upp úr mér að ég hefði alls ekki beðið um vakningu. Vona að sá/sú í næsta herbergi fyrir ofan/við hliðina hafi ekki misst af neinni flugvél eða lest út af því að það var hringt í mig í stað þeirra.

Nú, fyrir utan þetta er dagurinn búinn að vera afskaplega góður og nýtur. Mætti í frekar shabby hliðarsal í Óperunni þar sem fyrirlestur Þorkels, Þorgerðar og Hamrahlíðarkórsins: Meet Iceland, fór fram. (þegar ég kem myndavélinni í samband við tölvuna mun ég sýna myndir af „kórpöllunum“ sem þau þurftu að notast við). Settist þar niður, fékk bækurnar sem krakkarnir höfðu borið fyrir mig (hmm, einhverjir hafa nú reyndar gleymt bókum heima, vantar smá), fór að pota inn í þær diskunum með tóndæmunum. Hún Hafdís hafði lofað að koma og aðstoða mig, ég hélt að ég gæti örugglega keypt fyrir hana aðgang að stökum fyrirlestrum, þegar hún mætti reyndi ég það en nei, þurfti að kaupa allan daginn fyrir hana. 900 danskar krónur. Úff. En það var gert og reyndist hún betri en enginn. Raðaði í bækur eins og herforingi, en þar sem klukkan var orðin ansi nálægt tíu (fyrirlesturinn hófst þá), voru kórkrakkar og fararstjórar virkjaðir líka.

Komum út nær 300 bókum og diskum bara á þessum fyrirlestri, hreint ekki slæmt. Takk fyrir hjálpina, allir.

Fyrirlesturinn var flottur, Þorkell kynnti íslenska kórtónlist frá miðöldum og upp úr, krakkarnir sungu eins og englar undir styrkri stjórn Þorgerðar.

Eftirá skiluðum við bókum inn á hótel og ég bauð Hafdísi í mat á risnureikningi (hehe, ætli maður sé nú merkilegur), fengum okkur pizzu og salat og gos, fórum síðan á snilldar hádegistónleika í Óperunni.

Eftir það fór Hafdís heim en ég hélt áfram að vinna, fór upp á fjórðu hæð þar sem sölu- og kynningarbásarnir eru. Hafði skilið allar bækurnar eftir á hótelinu sem reyndist mistök (þó ekki óafturkræf), sumir básarnir voru frá stórum kórum, eins og kór heilags Ólafs, þau vildu ólm fá bæklinga, einn eða tveir aðrir líka. Reddast á morgun. Talaði við yfirmann báss finnsku tónverkamiðstöðvarinnar, þar fæ ég að skilja bunkana mína eftir, ef ég næ ekki að koma bókunum öllum út. Snilld.

Kom mér upp á hótel í langþráða sturtu (náði því ekki í morgun) og ætti núna eiginlega að vera að fara á tónleika, en ég hugsa að ég leggi mig frekar í smástund og fari síðan á tónleikana hjá Hamrahlíðarkórnum á eftir, meiri vinna, jámm.


bland í poka

teljari

  • 373.341 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa