Sarpur fyrir 19. júlí, 2008

ráðstefnan

sett af stað með glans, flottir danskir kórar að flytja danska músík í röðum, snilldar leikhópur á milli atriða, tók nokkur vídjó en hver ætli hafi nú gleymt snúrunni yfir í tölvuna AFTUR?

Er reyndar með slatti stór minniskort, tvö stykki, duga samt ekki endalaust í vídjó.

frönsk pylsa

í hádegismat, fór svo í REMA discount markað og keypti brauð, safa og fullt af áleggi, morgunmatur á herberginu, sýnist mér á öllu. Nísk á dagpeningana.

Reyndar sýnist mér hafa verið farið í töskuna mína á öðrum hvorum flugvellinum, lásinn bara horfinn, en reyndar sé ég ekki að neitt hafi verið tekið. Kannski voru þessir fimm stóru geisladiskahólkar dularfullir í gegnumlýsingu og þeir viljað tékka á hvort þetta væru sprengjur eða eitthvað, hver veit?

jæja

netið er ókeypis (og fínt signal, hingað til allavega) á Grand Hótel en hins vegar ekki morgunmaturinn, hmm, það yfirsást mér þegar ég bókaði. En hér er allavega minibar þannig að ég bara kaupi mér brauð og salat og safa og spara hótelmorgunmatinn.

Er semsagt komin til útlanda einn ganginn enn. Upp úr klukkan tvö þarf ég að fara inn í Óperuna til að skrá mig inn á ráðstefnuna, hmm, þarf að finna hvaða strætó gengur þangað.

Í kvöld móttaka fyrir alla og svo óperuball síðar um kvöldið. Eins gott að hafa tekið með sér þokkaleg föt.

En núna út að taka út einhvern smá pening og fá mér að borða, ekkert borðað nema tópas síðan í frekar súrum enskum morgunmat í Leifsstöð. Laters.


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa