Sarpur fyrir 14. júlí, 2008

nískir Danir

neinei, ekkert allir Danir, en núna um daginn þegar við vorum uppi í Skálholti hafði íslenskur vinur okkar samband, hann var með hóp Dana, ég held þeir hafi verið vinningshafar í einhverri keppni eða útdrætti frá Kristeligt Dagblad, á sínum snærum. Vinurinn spurði hvort kórinn, eða hluti hans, væri til í að koma upp í kirkju og syngja nokkur íslensk lög, mögulega kynna þau á milli og síðan kæmu 3-4 úr hópnum yfir í skólastofuna í Skálholtsskóla og röbbuðu við hópinn um hvernig væri að vera Íslendingur, í mismunandi fögum.

Við tókum vel í þetta, vorum náttúrlega með slatta af lögum pottþétt síðan í ferðinni, æfðum samt upp þrjú létt í viðbót sem margir okkar kunnu, en þurftum þó að taka svo sem hálftíma æfingu fyrir þetta. Sungum fyrir hópinn, Maggi kynnti lögin og íslenska tónlistarhefð á milli, þetta tók um 20 mínútur. Eftirá fórum við fjögur, ég sem tónskáld, Maggi sem organisti og kórstjóri, Svanhildur Óskarsdóttir miðalda- og handritafræðingur og Hjörtur Þorbjörnsson, grasafræðingur. Við héldum svo sem engar stórar tölur, en svöruðum spurningum og spjölluðum við fólkið, uppsett eins og panell. Tók um klukkutíma.

Eftir pallborðsumræðurnar kom forsvarsmaður Dananna til okkar og spurði hvort við værum með kórsjóð sem hann gæti gaukað einhverju í, eða hvort hann ætti að senda okkur geisladisk þegar hann kæmi heim, eða eitthvað þannig. Ég varð eiginlega orðlaus, (GEISLADISK!?!?) en sagði þó að við værum jú, með kórsjóð, söfnuðum meðal annars fyrir utanlandsferðum.

Hann sagðist þá ætla að borga okkur eitthvað daginn eftir, ég setti svo sem ekki upp neina upphæð, þar sem það hafði ekki verið talað um það fyrirfram. (kórinn tekur yfirleitt um 200 þúsund fyrir að halda konserta, klárt að þessi var ekki langur en samt!)

Daginn eftir, eftir tónleika okkar með Rakhmaninov kom umslagið, með heilum fimm þúsund íslenskum krónum. Ég hálfsé eftir að hafa ekki bara sagt – tja, við getum alveg eins gert þetta fyrir ekki neitt.

Dugir allavega ekki langt upp í næstu utanlandsferð, svo mikið er víst…

ég held

að ég hafi haft Skálholtsklerk fyrir rangri sök, í færslunni eða kannski réttara sagt athugasemdunum við færsluna, þarna í janúar.

Sami prestur í gær og nú var hann greinilega að skjóta á yfirvaldið, væntanlega hefur hann verið að því síðast líka, í stað þess að vera meðvirk undirtylla.

Þetta breytir svo sem ekki því að ég er ánægð með þá ákvörðun að ganga úr kirkjunni, en rétt skal vera rétt.


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa