Sarpur fyrir 13. júlí, 2008

styttist

í Skálholtsdvöl í þetta skiptið, tónleikarnir okkar í gær gengu ljómandi vel, ekki eins vel mætt og á fimmtudaginn, en ég bjóst svo sem ekki við því heldur, Rakhmaninov trekkir. Kom upp sú hugmynd að taka hann árlega, jafnvel laugardaginn fyrir páska eða eitthvað þannig. Ekkert búið að ákveða með það samt.

Kvartettinn hennar Elfu Rúnar er hérna með okkur, og þvílíkir snillingar! Voru með tónleika á eftir okkur á fimmtudaginn, ég lagði ekki í þá, eftir Rakhmaninov, en fór í gær eftir okkar tónleikum, verk eftir Boccherini, Mozart og ítalskst tónskáld, Giovanni Sollima. Tótal snilld. Aftur tónleikar á eftir, ekki spurning um að fara á þá, svo messa klukkan fimm, gæti reyndar vel hugsað mér að sleppa við hana, en það er víst ekki í myndinni, því miður. Syngjum reyndar messuna hans Sveins Lúðvíks, síðan á tónleikunum í gær, þar, og jafnvel einn fallegasta kaflann úr Rakhmaninov, huggun harmi gegn.

Svo heim, beint eftir messu, ójá. Verður gott.


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa