Sarpur fyrir 2. júlí, 2008

bloggletin

þjakar þessa dagana – eða reyndar ekki leti, það er bara allt klikkað að gera, við að undirbúa næstu Danmerkurferð, ekki það að ég sé byrjuð að pakka (bwahaha, ekki einu sinni almennilega búin að pakka upp frá því síðast), hins vegar er verið að útbúa kynningarefnið sem ég á að hafa meðferðis. Hefði væntanlega getað notað þennan 100 kílóa kvóta í þeirri ferð. Yfir 60 kórverk sem þarf að velja (búið) safna saman upptökum af (búið), klippa búta úr (búið), hlusta á bútana til að vita hvernig fer á því – ekki búið, finna fyrstu blaðsíður úr verkunum og skanna ef þarf (nærri búið), fara í gegn um ferilskrár tónskálda, stytta að þörfum og bæta við upplýsingum um verkin – þvílíkt alls ekki búið. Vonandi náum við sem mestu á morgun, helst klárast á föstudaginn. Þarf svo að henda öllum skránum og bókinni inn á USB lykla (væntanlega, frekar en CD) og svo prenta blessaða bókina líka.

Hmm, svo gleymi ég alltaf að tékka á því hvenær þetta eiginlega er sem ég þarf að fara út. Reyni að muna eftir því á morgun.

hurðarlaust…

tja eða hliðlaust hjá okkur núna, tókum hliðið af í gærkvöldi, drösluðum aftur í bílinn, níðþungt, ég fer síðan með það til járnsmiðs í viðgerð á eftir. Hlakka ekki smá til að fá hlið sem er hægt að loka almennilega, ég er ekkert alveg viss um að hjólunum krakkanna hefði verið stolið ef það hefði ekki verið hægt að ganga svona beint inn í garðinn.


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júlí 2008
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa