góðverk dagsins

var að koma frá því að syngja við jarðarför í Digraneskirkju, þvílík ósköp af fólki, þurfti að leggja nærri úti við Smáralind (bara örlitlar ýkjur). Við Bragi Þór vorum samferða út á Digranesveg og gengum þar framhjá breskum túrista sem var að reyna að rata inn í Listasafn Reykjavíkur, hafði verið í Smáralindinni, haldandi að hún væri Kringlan.

Ekki hefði ég fyrir mitt litla líf getað bjargað honum með strætósamgöngur, hef ekki hugmynd um hvernig strætó gengur þarna og hvenær, en gat hins vegar boðið honum far niður í bæ og gerði það. Leit meinleysislega út, þannig að ég var ekki sérlega hrædd um að hann væri brjálaður axarmorðingi. Enda reyndist svo ekki vera.

Einn voða feginn túristi komst niður í bæ – og hugsar vonandi hlýtt til Íslendinga.

7 Responses to “góðverk dagsins”


 1. 1 Kristín í París 2008-06-30 kl. 15:41

  Þú ert landi voru til mikils sóma. Takk fyrir það.

 2. 2 Harpa J 2008-06-30 kl. 16:40

  Eitt góðverk á dag… 🙂

 3. 3 Svanfríður 2008-06-30 kl. 18:04

  Þetta var gott hjá þér og ég segi það sama og Kristín segir…þú ert landanum til sóma:)

 4. 4 baun 2008-06-30 kl. 19:47

  gott hjá þér:)

 5. 5 hildigunnur 2008-06-30 kl. 21:51

  takk takk, stúlkur, nokkur andartök fannst mér ég vera skáti. Sem betur fór tókst mér að hrista þá tilfinningu burtu…

 6. 6 nína huld 8 ára dreka skáti 2009-02-17 kl. 19:20

  hjálpa mömmu,,hjálpa pabba,, taka úr uppþvottarvélinni,
  takatil

 7. 7 hildigunnur 2009-02-17 kl. 22:05

  Flott hjá þér Nína Huld 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.761 heimsóknir

dagatal

júní 2008
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: