Firefox stefndi á að ná metsókn á forriti í dag, glænýrri útgáfu af forritinu, þann 17. júní 2008.
Ekki veit ég hvort það náðist (eða jú, en enn svolítið langt frá markmiðinu, samt alveg nokkrar klst. eftir í ‘Meríkunni)
Allavega náði ég í mitt eintak (þitt líka, hér? eða þá á firefox.com, ef hinn virkar ekki) og sveimérþá, íslensku stafirnir virka, árans Finale nær ekki að klúðra þeim. Ég er búin að vera hundpirruð yfir að geta ekki notað Firefox, að mörgu leyti er hann mun betri en Safari.
Breytir reyndar ekki því hvað árans ruv.is er mikið IE miðað DRASL! segi frá því síðar.
Ég náði í nefnt forrit í dag. Er eiginlega dálítið hrifinn! Kannski jafnvel meira en það.
Kannski ég nái í annað eintak til aðstoðar.
endilega!
Mér líst bara svo ansi vel á þetta…
Mér skilst að Eldrefurinn hafi verið íslenskaður.
Gaman ef rétt er.
Ekki smá 🙂
Annars náðu þeir 5 milljón niðurhölum og gott betur í gær, teljarinn rúllar síðan enn og er kominn upp í 7,3 milljónir.