illt

í hálsinum, nei ekki inni í hálsi heldur með svona tak vinstra megin eins og ég hafi sofið asnalega. Nema ég byrjaði í gær og er verri í dag – eða var það þegar ég vaknaði í nótt við hálfgerða martröð, dreymdi íbúð og sjávardýr, meðal annars fullt af risastórum humrum, einn gígantískan krabba og tvær sjávarskjaldbökur með slönguhausa. Endaði á því að önnur (örugglega baneitraða) skjaldbakan stökk á mig og beit mig vinstra megin í hálsinn, þá náttúrlega vaknaði ég og var illt. Tók verkjatöflu, verstur fjárinn að eiga ekki íbúfen bara parkódín, held það sé ekkert vöðvaslakandi. Þarf að kaupa vöðvaslakandi…

6 Responses to “illt”


 1. 1 Kristín í París 2008-05-27 kl. 10:12

  Mæli með Naproxen ef þetta lagast ekki.

 2. 2 hildigunnur 2008-05-27 kl. 10:41

  takktakk, ég keypti íbúfen áðan, sjáum hvað það + heitt bað skilar 🙂

 3. 3 baun 2008-05-27 kl. 11:11

  ibufen er mjög gott finnst mér, við svona leiðindum í vöðvum.

 4. 4 ella 2008-05-27 kl. 16:42

  Moralen er; vara sig á skjaldbökunum. Baráttukveðjur.

 5. 5 hildigunnur 2008-05-27 kl. 20:28

  Já, ég kem til með að hlaupa á harðaspani næst þegar ég rekst á skjaldbökur með slönguhöfuð 😛 Takk annars, ég er skárri 🙂

 6. 6 lindablinda 2008-05-27 kl. 20:33

  Voltaren gel sem þú nuddar inn í svæðið – Professional advise 😉
  (þarft þá líka ekki að dópa upp á þér hausinn)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.788 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: