Sarpur fyrir 25. maí, 2008

mér sýnist líta vel út

með uppskeru í ár af stóra rifsberjarunnanum…

hressandi

að lesa færslurnar hjá þeim útlendingum sem ég fylgist með á rss í dag – ekki orð um júróvisjón.

Horfðum reyndar á keppnina hjá Hallveigu og Jóni Heiðari (takk fyrir eðalborgara, Jón) en við Jón Lárus skildum krakkana eftir og stungum af í osta- og rauðvínspartí hingað ásamt nokkrum öðrum ircurum og horfðum ekki á stigagjöfina (sem er annars yfirleitt skemmtilegi hlutinn af fyrirbærinu)

Partíið var snilld, við ætluðum rétt aðeins að kíkja í 1-2 tíma en enduðum á því að fara ekki heim fyrr en um hálffjögurleytið um nóttina. Við bóndinn vorum reyndar aðalmengunarvaldar partísins, komum með baneitraðan ost sem ég hafði keypt í Frakklandi og var búinn að vera að menga íbúðina hjá okkur síðan á þriðjudaginn. Unglingarnir hér heima eru sárfegnir að vera lausir við hann úr ísskápnum.


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa