dagur #3

Þennan dag átti að fara á markað, allir ruku út upp úr klukkan 9 – nema við Hanna sem langaði báðar til að sofa út. Fórum reyndar niður í morgunmat en svo bara upp aftur og ég steinsofnaði, ekki veitti af.

Kannski var það vegna þess að ég var ekki alveg vöknuð aftur, eða vegna þess að ég var á kafi í að senda sms til hinna ferðafélaganna, en þegar ég var á leiðinni út af hótelinu gekk ég af öllu afli á glerhurðina (sem var afskaplega vel þrifin og yfirleitt frekar sein að opnast fyrir manni). Það var vægast sagt ekki mjög þægilegt. Fékk kúlu á ennið og nefrótina (gleraugun rákust þar í). Frekar klaufalegt. Grey Hanna stóð fyrir utan hótelið og horfði á þetta, ég held að hún hafi eiginlega fengið meira sjokk en ég sjálf. Keypti handa mér kalda kókdós til að halda við kúlurnar, reddaði mér sjálfsagt.

Nú, annars var þetta bara fínn dagur, Pelforth brune á kaffihúsi (var andstyggileg og sendi Jóni sms með að ég sæti og drykki einn af uppáhaldsbjórunum okkar)

Keyptum okkur miða í Open Tour sightseeing rúturnar, tveggja daga miða, fórum í 2 hringi þennan dag, mér var skítkalt á fyrri hringnum þannig að ég keypti mér sjal áður en ég fór í þann síðari, skíthrædd um að kvefast, má ekki við því fyrir næstu Frakklandsferð.
Þessa flottu göngubrú sáum við á fyrri hringnum, ég man ekkert eftir henni frá fyrir 1 1/2 ári, Parísardama, getur verið að hún sé ný?

Náði líka að kaupa Berthillonís og eitt bjórglas. Við söfnum bjórglösum og ég átti ekki stórt Seize glas, þegar við keyptum okkur sirka dýrasta bjór í heimi (10 evrur á veitingahúsi við hlið Notre Dame), fengum bjórinn í slíkum glösum og ég gerði eins og venjulega, spurði þjóninn hvort væri hægt að kaupa svona glas. Þjónninn hins vegar greinilega alls ekki vanur að fá svona spurningu, vísaði mér inn á manager, ég spurði hann og hann: Jú jú, kostar 10 dollara. !!! Ég skellti glasinu á borðið og ætlaði að strunsa út, þegar hann kallaði á mig til baka, og gaf mér glasið, hlæjandi að túristaaulanum sem hafði alveg trúað þessu okri.

Nújæja, annan hring með rútu, sá reyndist mun lengri þannig að við enduðum á að hlaupa upp á hótel, ætlunin var að fara út að borða öll saman um kvöldið, á veitingastað með sérrétti frá Auvergne. Tíminn stemmdi, tók svo reyndar smá hringl og vesen að finna veitingastaðinn en mættum þar samt á slaginu átta. Maturinn var frábær, sérkennilegt samt að tveir sérréttir staðarins (teygjanleg kartöflustappa með geitaosti og ekta súkkulaðimousse) voru ekki á flottasta seðlinum, sem langflestir tóku. Reyndar fengu allir að smakka á súkkulaðimúsinni, þjónninn kom með risastóra skál og allir gátu fengið sér, þó við hin værum með créme caramel. (músin var mikið betri).

Ekkert partí þetta kvöldið, allir þreyttir og sirka beint að sofa.

6 Responses to “dagur #3”


 1. 1 baun 2008-05-25 kl. 12:04

  æææ, fékkstu glóðarauga? góða skemmtun annars, passaðu þig á ósýnilegu veggjunum.

 2. 2 hildigunnur 2008-05-25 kl. 16:11

  Nei, ég slapp reyndar við glóðarauga, sem betur fór, álagið var beint á nefrótina og það blæddi ekkert niður í auga. Sem betur fór…

 3. 3 Kristín í París 2008-05-25 kl. 17:09

  úff, svona glerhurðir eru ferlegar. Reynar hef ég orðið verr úti á stórum speglum, þó einhver manneskja komi á móti mér, vík ég undan og púmm.
  Takk fyrir allt plöggið, aldrei of vel auglýst. Fáum okkur pelforth brune í næstu viku, ég hef ekki bragðað slíkt í ár og raðir.

 4. 4 hildigunnur 2008-05-25 kl. 19:08

  Itsa díl 😀

 5. 5 Jón Lárus 2008-05-26 kl. 00:20

  Grrrr…

 6. 6 hildigunnur 2008-05-26 kl. 06:59

  sonasona, við fáum okkur einhvern góðan tékkneskan í júní 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.200 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: