byrjaði á mjög fínum morgunmat, ekkert bara kaffi og sætabrauð á þessu hóteli, litlar bagettur fínir ostar og skinka, jógúrt, hunang og sultur, niðurskornir ferskir ávextir og, jú, sætabrauð, bæði pain au chocolat og snúðar með rúsínum og vanillukremi, nýkreistir safar, te og kaffi. Lúxus, eitthvað annað en maður lendir stundum á í Miðjarðarhafslöndum.
Námskeið ferðarinnar var þennan morgun, suzukiskólinn í París, mjög skemmtilegir tímar og fræðandi þó á frönsku væru, en ósköp lítil aðstaða sem kennararnir hafa, enda eru þetta bara nokkrir kennarar sem taka sig saman og leigja húsnæði, engin yfirbygging á skólanum eins og við þekkjum hér heima.
Rölt áleiðis í bæinn, fundum búð rétt hjá hótelinu með alveg skelfilega sætum vörum, sérstaklega í eldhús og framreiðslu, ég fór held ég fjórum sinnum þangað í ferðinni, fann alltaf eitthvað nýtt og stóðst aldrei að kaupa eitthvað smotterí. Kláraði skylduinnkaupin (fyrir utan vínbúðina), hringdi meira að segja heim til að tékka hvort eldri unglingurinn væri nú til í bol sem ég sá handa henni (það gekk). Gott að koma því frá. Sest á kaffihús, auðvitað, rósavínsglös, Anna Margrét ætlaði ekki að komast yfir að hafa farið í snyrtivörudeildina í Printemps og keypt Armanivörur – í heimajogginggallanum sínum.
Síðan var á planinu að hitta Parísardömuna, höfðum mælt okkur mót klukkan 2 í Montmartre hverfinu. Ég og nokkrar til lentum í tómu tjóni með að kaupa miða í metróið, fyrst fórum við niður þar sem mátti aðeins koma upp, svo vildi sjálfsalinn í rétta innganginum ekki taka við kreditkorti hjá einni, né heldur sýna upplýsingarnar á öðru máli en frönsku, en allt gekk það nú upp á endanum, komum um kortéri of seint uppeftir. Göngutúrinn var síðan bara snilld eins og venjulega, ágætis veður nema smá köflóttar skúrir af og til.
Fjallganga upp í Sacre coeur, rúnt í kirkjunni, áfram upp á markað (keypti gesiérs, mmm), skoðuðum gömlu kirkjuna, hring á öðrum markaði rétt hjá, síðan niður í sollinn, allt undir frábærri leiðsögn, auðvitað. Hvet alla til að hafa samband við Kristínu og komast í gönguferð, ef þið eigið leið um París (víí, fer í annan túr hjá henni í næstu viku).
Borðuðum síðan kvöldmat (já, göngutúrinn tók nærri 4 tíma) á Svarta kettinum rétt við Rauðu mylluna. Lentum þar á ógurlega miklum daðurþjóni sem naut sín þvílíkt vel innan um allar þessar Suzukikellur. Ágætis matur, ég keypti mér pasta en svo voru desertarnir þvílíkt rosalega góðir, sérstaklega profiteroles fylltar vanillukremi með súkkulaðisósu og rjóma. Aftur þangað, takk.
Hópurinn splittaðist upp eftir þetta, einhverjir fóru í siglingu á Signu en flestir hinna komu í partí í svítuna okkar Elínar. Sátum þar þar til rétt upp úr miðnætti en þá hrundu flestir út eftir langan dag. Óhemju gott að sofna…
Nýlegar athugasemdir