loksins

við erum búin að bíða nánast síðan við fluttum hingað eftir að hér við götuna verði gjaldskyld bílastæði. Eins og oft hefur komið hér fram er maður iðulega mjög þreyttur á bílastæðavandræðum hér fyrir utan. Lið sem vinnur á Laugavegi er komið hingað upp úr níu á morgnana, bílarnir standa allan daginn fyrir utan húsið hjá mér, ekki nokkur leið að fá stæði, svo er líka fólk sem leggur hér í götunni og fer til útlanda í nokkrar vikur (urr). Í dag og gær komu hingað bréf frá Bílastæðasjóði, loksins er þetta komið á plan og nú er verið að hafa samráð við íbúa. Við skrifuðum náttúrlega eins og skot og lýstum jákvæðri skoðun okkar á málinu.

Vonandi fer þetta í gegn, fyrr en seinna.

3 Responses to “loksins”


  1. 1 Jón Lárus 2008-05-21 kl. 20:50

    Þokkalega! Það verður bylting fyrir okkur í götunni þegar þetta verður komið í gegn.

  2. 2 Nanna 2008-05-21 kl. 21:03

    Ég veit að hann sonur minn er búinn að skrifa mörg bréf að undanförnu og fara fram á að gjaldskylda verði tekin upp á Kárastíg og nágrenni – kannski lobbíismi hans hafi haft sitt að segja.

  3. 3 hildigunnur 2008-05-21 kl. 21:47

    já, það gæti sko meira en verið. Við höfum ekki skrifað bréf en ég hef nokkrum sinnum hringt, reyndar svolítið langt síðan síðast. Frábært hjá syninum!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.798 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: