Sarpur fyrir 21. maí, 2008

loksins

við erum búin að bíða nánast síðan við fluttum hingað eftir að hér við götuna verði gjaldskyld bílastæði. Eins og oft hefur komið hér fram er maður iðulega mjög þreyttur á bílastæðavandræðum hér fyrir utan. Lið sem vinnur á Laugavegi er komið hingað upp úr níu á morgnana, bílarnir standa allan daginn fyrir utan húsið hjá mér, ekki nokkur leið að fá stæði, svo er líka fólk sem leggur hér í götunni og fer til útlanda í nokkrar vikur (urr). Í dag og gær komu hingað bréf frá Bílastæðasjóði, loksins er þetta komið á plan og nú er verið að hafa samráð við íbúa. Við skrifuðum náttúrlega eins og skot og lýstum jákvæðri skoðun okkar á málinu.

Vonandi fer þetta í gegn, fyrr en seinna.

túpa/túba

umræður áðan:

jonr:
túpulaga? cyradis, kannastu við þetta? ef þetta væri klarinettulaga, þá væri allt ok
cyradis:
hehe
cyradis:
það myndi vera túbulaga
cyradis:
ef það væri hljóðfærið
cyradis:
túpa er svona rör
jonr:
tannkremstúba er ss. eitthvað surreal?

Í framhaldinu sýndi ég Finnboga umræðurnar, hann kannaðist við fyrirbærið bjórtúbu og kom með þessa mynd:

en lagði ómögulega í slíka fulla tannkrems…

komin niður

í gegn um bunkann, sleppti slatta, er bókað ekki að missa af miklu.

Tannlæknir áðan, lokasprettur á nýju tönninni, gert upp, 81K úff. Hrikalega er svona dót dýrt. Má víst samt þakka fyrir að ekki þurfti að gera brú eða setja festingu í bein.

Erfiðar fréttir í morgun, stundum vildi maður óska þess að trúa á eitthvað og geta beðið fyrir fólki. Vonandi fer allt vel.

Best að vinna smá áður en ég sest við ferðasöguna…

úff

tók óratíma að fara gegn um póstinn og mér sýnist ég munu skauta yfir blogglistann minn, 251 ólesnar færslur…


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa