við erum búin að bíða nánast síðan við fluttum hingað eftir að hér við götuna verði gjaldskyld bílastæði. Eins og oft hefur komið hér fram er maður iðulega mjög þreyttur á bílastæðavandræðum hér fyrir utan. Lið sem vinnur á Laugavegi er komið hingað upp úr níu á morgnana, bílarnir standa allan daginn fyrir utan húsið hjá mér, ekki nokkur leið að fá stæði, svo er líka fólk sem leggur hér í götunni og fer til útlanda í nokkrar vikur (urr). Í dag og gær komu hingað bréf frá Bílastæðasjóði, loksins er þetta komið á plan og nú er verið að hafa samráð við íbúa. Við skrifuðum náttúrlega eins og skot og lýstum jákvæðri skoðun okkar á málinu.
Vonandi fer þetta í gegn, fyrr en seinna.
Nýlegar athugasemdir