Sarpur fyrir 15. maí, 2008

var að velta

fyrir mér hvort ég ætti að taka lappann með. En nei, nenni því ómögulega, er ekki viss um að maður komist í net í vélinni (og ef það er hægt er það bókað dýrt) eða þá á hótelinu. Nevermænd, ég ætti að lifa af netlaus fram á þriðjudag. Kortið í myndavélinni er risastórt þannig að ég þarf ekki að hafa tölvuna með sem geymslu, nei, bækur og krossgátur, þaðheldégnú.

staðið á haus

ansi hreint margt sem ég þurfti að gera í dag, semsagt áður en ég fer út í fyrramálið. Klára parta og partítúr af einni umskrift (búið), senda partana síðan í gær til tékkneska hópsins (búið), velja þjóðlög til að senda sama hópi (ekki búið), funda í sambandi við demódisk sem verið er að gera fyrir alþjóðlega kórastefnu í Danmörku í sumar (búið) senda fullt af póstum í sambandi við það (í vinnslu), ná í einn kórstjóra (finnst ekki), syngja við eina jarðarför (búið) fara með krakkana á æfingu fyrir skólaslit og skólaslitin sjálf (búið), reyna að ná í fulltrúa prófanefndar til að skila af mér samræmdu prófunum í tónfræði sem ég er búin að fara yfir fyrir talsverðu síðan (gengur ekkert).

Pakka, hvaþa?


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa