fyrir mér hvort ég ætti að taka lappann með. En nei, nenni því ómögulega, er ekki viss um að maður komist í net í vélinni (og ef það er hægt er það bókað dýrt) eða þá á hótelinu. Nevermænd, ég ætti að lifa af netlaus fram á þriðjudag. Kortið í myndavélinni er risastórt þannig að ég þarf ekki að hafa tölvuna með sem geymslu, nei, bækur og krossgátur, þaðheldégnú.
Sarpur fyrir 15. maí, 2008
ansi hreint margt sem ég þurfti að gera í dag, semsagt áður en ég fer út í fyrramálið. Klára parta og partítúr af einni umskrift (búið), senda partana síðan í gær til tékkneska hópsins (búið), velja þjóðlög til að senda sama hópi (ekki búið), funda í sambandi við demódisk sem verið er að gera fyrir alþjóðlega kórastefnu í Danmörku í sumar (búið) senda fullt af póstum í sambandi við það (í vinnslu), ná í einn kórstjóra (finnst ekki), syngja við eina jarðarför (búið) fara með krakkana á æfingu fyrir skólaslit og skólaslitin sjálf (búið), reyna að ná í fulltrúa prófanefndar til að skila af mér samræmdu prófunum í tónfræði sem ég er búin að fara yfir fyrir talsverðu síðan (gengur ekkert).
Pakka, hvaþa?
Nýlegar athugasemdir