Sarpur fyrir 12. maí, 2008

þetta

er fyndið.

náttsöngvar

annar flutningur á íslandi tókst bara ljómandi vel, troðfull Hallgrímskirkja, mikil stemning, altsöngkonan æðisleg (verst hvað hún hafði lítið hlutverk), bassinn, úff, ekki smá djúpur en að öðru leyti var ég ekkert ógurlega hrifin af honum (fannst líka ofnotað að syngja áttund neðar þar sem það er ekki skrifað, flott að gera smá en ekki svona oft), tenórinn með fína rödd en ekki kannski alveg nógu jafn, réð ekki alveg við hlutverkið. Kórinn var æðislegur, jafn og flottur, styrkleikabreytingarnar áhrifamiklar og nákvæmar, stöku sinnum pínu ósamferða en varla þannig að maður tæki eftir því nema þekkja verkið út í hörgul. Örlítillar þreytu gætti í lokin, en vá hvað ég skil það vel, það þarf þvílíkt úthald í þetta verk.

Hlakka nú samt gríðarlega til að syngja það aftur í sumar.

dugnaður

núna innanhúss, þörf yfirhalning á þvottahúsinu, þar var þokkalega komið af ryki í króka og slatti af sokkum eru ekki týndir lengur.

Smápása og svo á tónleika Mótettunnar með Rakhmaninov. Er að bræða með mér hvort ég eigi að hafa nóturnar með til að fylgjast með, við erum náttúrlega að fara að flytja þetta aftur í sumar. Mótettan fer víst norður með verkið líka, þannig að þetta verk sem var flutt í heild í fyrsta sinn á Íslandi rétt fyrir áramót verður flutt heilum fjórum sinnum á rétt rúmlega hálfu ári hér á landi. Spes.

non sequitur


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa