Sarpur fyrir 11. maí, 2008

welcome

í gær

var síðasti dagurinn sem borgin hirðir drasl úr görðum og þannig. Hún Eva María (ekki Ave María (lókalbrandari)) birtist hér úti á götu í sjálflýsandi vesti og sá til að hirt var drasl hér af leikvellinum og ýmsum bakgörðum sem máttu sannarlega við því, til dæmis garðinum við hjallinn hér á bak við. Hreinsandi engill, talsverður munur að sjá svæðið. Takk fyrir, það er munur að hafa svona dugnað og framtak í hverfinu.

Leikvöllurinn mætti síðan sannarlega við smá uppflikki, bekkur hefur ekki verið þar síðan við fluttum hingað, sandurinn í sandkassanum ekki verið endurnýjaður ansi hreint lengi, leiktækin í niðurníðslu, jafnvel þó mínir krakkar séu að mestu komnir af leikvallaraldri þá er súrt að horfa upp á þetta. (nei, ég er ekki bara að skjóta á núverandi borgarstjórn, því miður er búið að vera mun lengur illa hugsað um völlinn – en það hefur heldur ekki batnað).

friður

og ró, eins og vanalega vaknaði ég fáránlega snemma þrátt fyrir að hafa ekkert farið neitt snemma að sofa í gærkvöldi. Frekar pirrandi, sérstaklega vegna þess að allir hinir geta greinilega sofið út.

Plúsinn við þetta er að ég hafði fullkominn frið hér í morgun og mér sýnist ég vera búin með verkið/aðlögunina sem ég er búin að vera að vinna að.

Þetta er ágætt, þar sem helgarnar nýtast mér yfirleitt ekki vel.

Gerði reyndar barnakórsútgáfu af Belle í gærkvöldi líka. Hvað er með þennan ógurlega dugnað um helgi. Ekki mér líkt…


bland í poka

teljari

  • 374.188 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa