Sarpur fyrir 10. maí, 2008

Freyja

spilaði lag Belle úr Fríðu og dýrinu á tónleikum áðan, gekk ágætlega. Er ekki að hugsa um að setja upptökuna á netið, þar sem það væri frekar andstyggilegt gagnvart píanistanum sem var að lesa af blaði og nóturnar reyndust snúnari en hún bjóst við.

Málið er að Freyja á bók með Disneylögum, úr teiknimyndum, þessar bækur eru fyrir hin ýmsu hljóðfæri, með þeim fylgja diskar með undirspili en ekki hægt að kaupa píanónótur með. Ég settist niður með nótur að laginu og upptökuna og skrifaði út píanópart, kláraði í gærkvöldi og svo vannst ekki tími í morgun til að renna þessu. Tek aftur vídjó af þessu, væntanlega spilar hún þetta aftur á tónleikum í haust (ég mun að minnsta kosti stinga upp á því, lagði hellings vinnu í þetta…)

Hér er lagið í upprunalegri mynd:

hnetur, já

Bound and Gagged góðir í dag:


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa