Sarpur fyrir 9. maí, 2008

búin á fundi

ekki beinlínis hægt að lýsa honum sem átakafundi. Mér sýnist ég vera orðinn fastráðinn fundarstjóri aðalfundar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, gott mál.

Sest með rauðvínsglas og búin að opna Finale, óóógeðslega mikið eftir af dótinu sem er á deadline um helgina.

Gleymdi hins vegar (humm, veit ekki hvort ég hefði náð því þó ég hefði munað) að gefa tónsmíðanemöndinni umsögn og einkunn, ekkert mál með einkunnina en umsögnin er bögg í Myschool. Hmm, einhver Myschool gúrú hér? Þorbjörn, notið þið Myschool, Tryggvi, manstu þetta?

heh og

stressið er ekki aaalveg búið, ég er að fara á aðalfund SÁ í kvöld, sosum allt í lagi með það, en ég á að taka eitthvað með mér, samskotamatur eftir fund og ég hef ekki græna glóru um hvað. Best að reyna að pæla í því hér á meðan ég bíð eftir krökkunum á hljómsveitaræfingunni…

stress dauðans

í dag, tvær jarðarfarir, sellótími og hljómsveit, á milli beggja var ég að reyna að klára að skrifa niður undirspil við lag Belle úr Fríðu og dýrinu, Freyja á að spila það á morgun á lokatónleikunum í sellóinu í vetur. Nóturnar sem ég var með til að skrifa eftir voru talsvert öðruvísi en útgáfan sem Freyja er með, bæði lengri (meiri endurtekningar og lengri millispil) og það sem verra var, endar allt öðruvísi, þannig að mig vantar ennþá hljómagang við síðustu 8 taktana. Þarf að púsla þeim einhvern veginn saman í kvöld.

Og ég sem hefði þurft að vera að gera allt annað í dag. Jæja, ég fer ekki út fyrr en á föstudaginn eftir viku, hlýt að ná að klára það dót fyrir þann tíma. Úff.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa