Sarpur fyrir 8. maí, 2008

vona að

það sé jafngott veður í Þórsmörk og hér.  Og helst verði það áfram í nokkra daga.

Unglingurinn fékk lánaða gönguskó hjá Vælunni, mínir passa ekki, ekki gengur að hún fari í fjallgöngur og aðra göngutúra í Converse skónum sínum, tala nú ekki um rándýru Puma skóna sem hún fékk í sumar/afmælisgjöf frá ömmu og afa. Væntanlega er akkúrat núna einhvers konar kvöldvaka.

Ég næ væntanlega að vera við útskriftina hennar úr Austurbæjarskóla, ef flugið okkar frá París stenst. Smá sárabót fyrir að vera úti á afmælinu hennar…

samræmdu

prófin búin, unglingurinn kom heim: Mér gekk gekt vel, ég er gekt ánægð. Ekki slæmt, það. Hún á nú alltaf mjög gott með stærðfræðina og svo er hún Sigrún Lilja stærðfræðikennari við Austurbæjarskóla algjör snillingur líka.

Nú eru þau væntanlega komin hálfa leið upp í Þórsmörk eða svo, verða fram á laugardag. Gott mál.


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa