Sarpur fyrir 7. maí, 2008

jei, búin

með leiðinlega verkefnið sem ég er búin að vera að bögglast við alla vikuna (segi mjög fljótlega frá hvað það var)

Svo fékk ég kveðju í sambandi við hofleverandørstatusinn, spilaðir voru fjórir dúettar og féllu víst bara vel í kramið. Veit ekki hvort það var nefnt í kynningu að ég lærði í Danmörku, þarf eiginlega að spyrjast fyrir um það…

vann bug

á bíófælninni í gær og horfði á seinni hlutann af Amélie með Jóni Lárusi og Fífu í gærkvöldi. Algjört æði.

Veit ekki annars hvernig stendur á þessari bíófælni en ég veit reyndar hvenær hún byrjaði. Við Jón Lárus vorum að fara í bíó, síðasta skiptið áður en við fórum til Danmerkur í nám, vorum heillengi að pæla í á hvaða mynd við ættum að fara, völdum svo mynd sem hafði fengið góðan dóm í Mogga (verstur fjárinn að við höfðum ekki lesið Þjóðviljadóminn (já, það er svona langt síðan), honum enduðum við svo á að vera algerlega sammála).

Ekki man ég hvað myndin heitir, en hún var um einhvern smákrimma, frekar andstyggilegan karakter sem sveik alla í kring um sig og var bara svona general nuisance, stal veskjum af gömlum konum og hitt og þetta annað og verra. Samkvæmt Moggadómi átti maður að hafa samúð með karakternum og þykja hann skemmtilegur. Upplifunin var hins vegar sú að þegar ég þurfti að bregða mér á klósettið fyrir miðri mynd eða svo, labbaði ég hringinn í Háskólabíói og skoðaði plaköt til að tefja það að ég færi inn aftur. Og þegar höndin var svo höggvin af gaurnum í lok myndar hugsaði maður: Gott á hann!

Svolítið sérkennilegt að ein mynd geti haft svona áhrif á mann, að eyðileggja mikið til ánægjuna af bíómyndum, ég vil helst vita söguþráð áður en ég horfi á myndir og ekkert má koma of mikið á óvart. Frekar súrt, bara.

Læt ég nú lýsingu á vandamáli mínu lokið, ef einhver góður sáli er að lesa og veit til þess að svona sé hægt að laga, væri gaman að heyra.


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa