Sarpur fyrir 5. maí, 2008

já og svo

er Mótettan að fara að flytja Náttsöngva Rakhmaninovs á mánudaginn kemur, ætli maður kíki ekki á tónleika? Jafnvel með nóturnar að fylgjast með. Samt ekki að hugsa um að fara með tónkvísl til að tékka, eins og sumir…

Hljómeyki

fékk skemmtilegt verkefni, við erum að fara að búa til demódisk fyrir alþjóðlegu kórastefnuna í Kaupmannahöfn í sumar. Munum taka upp eitt og eitt erindi úr lögum sem á annað borð hafa erindi og styttri búta úr lengri verkum. Slatti er náttúrlega til, með okkur eða öðrum (hmm, veit nú ekki hvort við förum að taka eitthvað frá öðrum, tökum bara upp sjálf, udda).

En hér í kommentakerfinu má koma með hugmyndir, uppáhalds íslensku kórlögin ykkar, helst samin eftir 2000, þó er það ekki algjör frágangssök.

jeppar

þessi grein hér um jeppamenninguna í BNA er ansi hreint mögnuð. Ekki veit ég til þess að svona kannanir hafi verið gerðar hér, en myndi ekki vera hissa. Greinin er ansi löng en ég þrælaði mér í gegn um hana samt. Vel þess virði.


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa