Sarpur fyrir 4. maí, 2008

sonur minn er meistari

í að draga hluti á langinn, sérstaklega þegar hann á að fara að sofa.

Eftir eins mörg: Finnur! Hvað? og hann kemst upp með (þú VEIST ALVEG HVAÐ!), kemur: Hvar eru náttfötin? ég veit ekki um náttfötin! Náttfötin iðulega í rúminu þar sem hann klæddi sig. Þá: Ég er þyrstur. Vatnsglas. Ég er svangur. Urrr. Banani. Ég þarf að pissa. Garg! Ný tækni í kvöld: Ég verð að fá nammi til að róa mig niður!. Eeeeh?

ætli hann verði pólitíkus?

skotta

komin heim, náði nákvæmlega á hljómsveitarrennsli fyrir tónleikana í dag, spilaði síðan á tvennum tónleikum, fékk að ráða matseðli í kvöld (litlar ítalskar kjötbollur í tómatsósu, á la Nigella) og er núna að horfa á Psych með systkinunum. Gott að fá hana heim.

Finnur spilaði líka í tveimur atriðum í dag, reyndar bara á öðrum tónleikunum sem var ágætt, þar sem hann hefur ekki endalaust tónleikaþol.

Tónleikarnir voru annars flottir, þetta voru 20 ára afmælistónleikar Suzukitónlistarskólans, var stofnaður þann 4. maí 1987. Til hamingju með það, skóli.


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa