Sarpur fyrir 2. maí, 2008

reykjavík

stóð sig með glæsibrag í Útsvari kvöldsins, húrra fyrir þeim. Oddur Ástráðs- og Svandísarson var verulega góð skipti fyrir Gísla Martein, þó hann hafi alltaf verið líflegur og skemmtilegur í þættinum (og alveg ári góður leikari) þá bara veit Oddur svo langtum meira. Vona hann verði áfram í úrslitunum, alveg væri ég til í þetta fína skemmtilega vinstrisinnaða lið rúlla upp montna laganemanum í Kópavogsliðinu. (þessum í miðjunni sko, hinn er ekki eins slæmur, þó þeir leyfi nú stundum Erni ekkert að vera með í ráðum)

vííí

ætli manni verði boðið í Sigurjónssafnið

3 búin

2 eftir

Danskan ekkert mál, stærðfræðin ekki heldur neitt sérstaklega. Unglingurinn var stressuðust fyrir náttúrufræði, enda einar 700 blaðsíður í námsbókum sem þurfti að lesa undir það próf (sem var í dag). Fyrir utan glósurnar.

gekk bara

ljómandi vel á tónleikunum í kvöld, smotterí kom upp á en hvenær gerir það ekki á tónleikum? Mestanpartinn fínt, ég var mjög ánægð með veika sönginn og yfirleitt styrkleikabreytingar sem margar voru unnar live eftir bendingum stjórnanda, stundum var sterki söngurinn fullgrófur kannski, erfitt að eiga við sterkan söng í þetta litlum hópi.

Alveg hreint þokkalega sótt þó vængir salarins hefðu mátt vera þéttar setnir.

Baaahstaaan eftir tónleika, smá slökun, nauðsyn.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

maí 2008
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa